Tilgreinir tegund viðskipta sem bóka skal eftir birgðabókarlínunni. Gildið er skráð í reitinn Tegund færslu á birgðahöfuðbókarfærslunni sem verður til.

Valkostur Lýsing

Innkaup

Skráir innkaup.

Til athugunar
Þegar einhver af afturköllunaraðgerðunum er notuð, til dæmis Afturkalla móttöku, er leiðréttingarlína færslu af gerðinni Innkaup bókuð.

Sala

Skráir sölu.

Til athugunar
Þegar einhver af afturköllunaraðgerðunum er notuð, til dæmis Afturkalla afhendingu, er leiðréttingarlína færslu af gerðinni Sala bókuð.

Auking

Skráir birgðaaukningu sem er ekki vegna innkaupa.

Minnkun

Skráir birgðaminnkun sem er ekki vegna sölu, svo sem rýrnun.

Millifærsla

Skráir millifærslur á milli birgðageymslna, vídda eða rað-/lotunúmera.

Til athugunar
Breytingar á vídd og rað-/lotunúmeri gerðar í glugganum Birgðaendurflokkunarbók.

Notkun

Skráir framleiðslunotkunarfærslu.

Frálag

Skrá framleiðslufrálagsfærslu.

Samsetningarnotkun

Skráir samsetningarnotkunarfærslu.

Samsetningarfrálag

Skráir samsetningarfrálagsfærslu.

Ábending

Sjá einnig